Við erum María Maronsdóttir (Maja) og Sara Gísladóttir, grunnskólakennarar með áralanga reynslu og sameiginlega framtíðarsýn. Við kynntumst í diplómanámi í upplýsingatækni í námi og kennslu við Háskóla Íslands þar sem við áttum strax samleið í hugmyndum og ástríðu fyrir nýsköpun í menntun.

Við störfum á sitt hvorum staðnum á landinu — María á Selfossi og Sara í Varmahlíð — en Snjallmenntun tengir okkur saman í sameiginlegu markmiði:
Að styðja kennara í stafrænum umbreytingum með snjöllum og manneskjulegum lausnum.