Frá því að samstarfið okkar hófst haustið 2024 höfum við, Maja og Sara, unnið markvisst að því að þróa Saumalínu, sem er gervigreindaraðstoðarkennari sérstaklega hugsaður fyrir textílkennslu á miðstigi grunnskóla. Frá upphafi hefur verkefnið miðað að því að styðja kennara í starfi sínu, efla sjálfstæði nemenda og styrkja skapandi og lausnamiðaða nálgun þeirra í náminu.

Í þróunarferlinu höfum við nýtt okkur aðferðafræði hönnunarhugsunar, þar sem þarfir kennara og nemenda hafa verið í fyrirrúmi. Við höfum átt í nánu samtali við kennara og nemendur og framkvæmt prófanir í skólastofum sem hafa gefið okkur mikilvæga innsýn og hjálpað til við að móta Saumalínu.

Núna, vorið 2025, liggur fyrir fyrsta frumgerð af Saumalínu spjallmenninu sem notar gervigreindina ChatGPT. Þetta líkan höfum við sjálfar forritað og aðlagað að raunverulegum spurningum og verkefnum sem koma upp í daglegri verklegri kennslu.

Við hvetjum áhugasama til að heimsækja vefsíðuna og prófa spjallmennið. Allar athugasemdir og ábendingar frá notendum eru vel þegnar og hjálpa okkur að þróa Saumalínu áfram.

Smellið hér fyrir neðan til að prófa hvernig Saumalína getur styrkt námsumhverfið í skólastofunni á skapandi hátt!

Since our collaboration began in the fall of 2024, we, Maja and Sara, have been working diligently to develop Saumalína. Saumalína is an AI teaching assistant specifically designed for textile education at the middle school level. From the outset, the project has aimed to support teachers in their work, promote student independence, and strengthen their creative and solution-oriented approach to learning.

Throughout the development process, we have utilized design thinking methodologies, prioritizing the needs of both teachers and students. We have engaged in close dialogue with teachers and students and conducted classroom trials, which have provided us with valuable insights and helped shape Saumalína.

Currently, in the spring of 2025, the first prototype of the Saumalína chatbot, which utilizes the ChatGPT AI, is available. We have programmed and adapted this model ourselves to address the real questions and tasks that arise in daily practical teaching.

We encourage interested individuals to visit the website and try out the chatbot. All comments and suggestions from users are welcome and will help us further develop Saumalína.

Click below to experience how Saumalína can creatively enhance the learning environment in your classroom!